Góð ráð Örnu Skúladóttur á foreldramorgni

Arna Skúladóttir er landsmönnum löngu kunn fyrir sérfræðikunnáttu sína í svefni og svefnvandamálum barna en hún er barnahjúkrunarfræðingur í grunninn. Hafa foreldrar leitað til hennar í fjölda ára með hin ýmsu svefnvandamál á Barnaspítala Hringsins þar sem hún starfar. Arna hefur einnig gefið út bækur um efnið og fyrri bókin, Draumaland: svefn og svefnvenjur barna frá fæðingu til tveggja ára aldurs verið þýdd yfir á fjölmörg tungumál.

Arna verður með erindi í foreldramorgni á Bókasafni Kópavogs, aðalsafni 14. október n. k. kl. 10:00 og leiðir foreldra inn i heim barnsins, skoðar bættar svefnvenjur og hvernig hægt er að leysa svefnvandamál barna. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar