Góð mæting í fræðslugöngu

Góð mæting var á fræðslugöngu Kópavogsbæjar og Sögufélags Kópavogs sem farin var um Meltungu laug-ardaginn 17. september sl.

Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs fór fyrir göngunni og sagði frá sögu og flóru trjásafnisins í Meltungu.
Útivistarsvæðið í Meltungu er merkilegt og áhugavert svæði með fjölbreytilegri náttúru. Göngustígar liggja vítt og breitt um svæðið og er aðgengi gott.

Þrátt fyrir ungan aldur er trjásafnið orðið eitt hið stærsta hérlendis en tegundir, yrki og klónar,trjáa, runna og fölæringa er vel á annað þúsund.

Áhugaverða grein má finna finna um trjásafnið á slóðinni https://www.kopavogur.is/static/files/Utgefid-efni/trjasafnid-i-melt-ungu-i-fossvogsdal-2014.pdf

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar