Gleðilegt nýtt ár

Ótrúlegt en satt þá er árið 2021 að liðið hjá og við tökum fagnandi við nýju ári, nýju ári sem ber með sér væntingar og jafnvel loforð um bjarta og breytta tíma.

Starfsfólk Bókasafns Kópavogs bíður allavega spennt, allir eru á fullu að búa til flotta og spennandi dagskrá fyrir 2022 og geta ekki beðið eftir að taka á móti ungum sem öldnum í hús á skemmtilega og áhugaverða viðburði, ofan á útlán á bókum, allskonar safnkosti og að veita bókasafnsgestum framúrskarandi þjónustu. Þrátt fyrir breytta og hálfbrjálaða tíma hefur tekist að fá rithöfunda í hús, handverksfólk, tónlistarmenn og spekinga, sem hafa líklega allir sýnt og sagt okkur öllum eitthvað sem við höfum tekið með okkur út í lífið og má jafnvel segja að sumt hafi gert lífið betra. Starfsfólk Bókasafns Kópavogs óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs með von um farsæld og hamingju á nýju ári. Verið velkomin á safnið, hvort sem það er í leit að góðri bók, góðu sæti, frið og ró eða til að sækja skemmtilega viðburði og gaman.

Bókasöfn væru lítið án fólksins sem sækir þau. Hlökkum til að taka á móti ykkur 2022.

Mynd: Starfsfólk á Bókasafni Kópavogs. F.v. Lísa, Hulda, Gréta, Kolbrún Björk, Halldóra, Brynhildur, Hekla, Ragna, Anna María, Kolbrún, Jóhanna, Nína, Ásta, Júlíus, Bylgja og Íris Dögg. Sigurlaug og Erla, sem vinna á Lindasafni, voru því miður farnar þegar myndin var tekin

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar