Gervigrasvöllur við Stelluróló

Verið er að undirbúa gerð gervigrasvallar við gæsluvöllinn Holtsvöll, sem betur er þekktur sem Stelluróló, og hefst lagning hans í gær en framkvæmdum mun ljúka 2.júlí. Núverandi malarvöllur verður lagður gervigrasi, og kemur þessi völlur í stað gervigrasvallar við Skólagerði. Hann fer undir framkvæmdasvæði vegna nýrrar skólabyggingar Kársnesskóla Skólagerði.

Hinn nýi gervigrasvöllur er á baklóð við Borgarholtsbraut, en gengið er að honum á milli Borgarholtsbrautar 69 og 71.

Á Kársnesinu eru auk þess gervigrasvöllur milli Sæbólsbrautar og Hafnafjarðarvegar og við Ásbraut. Þá eru fótboltamörk á Rútstúni.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar