Gerpla vann fjóra Íslandsmeistaratitla

Um helgina fór fram Íslandsmót í hópfimleikum í öllum flokkum en mótið var haldið í fimleikahúsinu á Akranesi og átti Gerpla lið í flestum flokkum. Árangurinn var mjög flottur en Gerpla vann 4 Íslandsmeistaratitla í 1. flokki, 2. flokki, 4. flokki og KK eldri.

Árangur Gerplu á mótinu var eftirfarandi:

5. flokkur átti 2 lið sem enduðu í 4. og 8. sæti

4. flokkur átti einnig 2 lið, 1. og 7. sæti

3. flokkur varð í 4. sæti,

2. flokkur líka 2 lið, 1. og 5. sæti

1.  flokkur 1. sæti

KK Yngri varð í 4. sæti

KK Eldri 1. sæti

Meistaraflokkur KVK endaði í 2. sæti

Valgerður Sigfinnsdóttir úr meistaraflokk lenti 3falt heljarstökkið og framkvæmdi erfiðustu stökkin í kvennakeppninni.

Kvennalið 1. flokks náði loksins að sigra þar sem þær höfðu endað í 3. sæti á GK mótinu og í 2. sæti á bikarmótinu. Þær eru að framkvæma mjög erfið stökk en voru búnar að gera svolítið af mistökum á GK mótinu og Bikarmótinu.

Þetta er flottur árangur hjá Gerplu yfir höfuð, en núna er keppnistímabilinu í hópfimleikum lokið.

Iðkendur í KK eldri, 1. flokk og meistaraflokki fara að einbeita sér á landsliðsverkefnum fyrir EM og yngri flokkarnir hefja sumaræfingar í næstu viku.

4. flokkur. Lið fékk fyrsta sæti.
5. flokkur átti 2 lið sem enduðu í 4. og 8. sæti
4. flokkur átti einnig 2 lið, 1. og 7. sæti
KK eldri 1. sæti
3. flokkur varð í 4. sæti
2. flokkur líka 2 lið, 1. og 5. sæti
1.  flokkur 1. sæti
Meistaraflokkur KVK endaði í 2. sæti

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar