Gerpla eignaðist tvo Íslandsmeistara

Íslandsmótið í þrepum fór fram á Akureyri í síðustu viku. Keppt var í 1.-3. þrepi og voru keppendur í Gerplu ótrúlega spenntir að fara norður að keppa margir hverjir í fyrsta sinn.

Gerpla sendi keppendur í öllum þrepum kvenna og karla. Frábær árangur hjá þeim og margir að bæta sig mikið á milli móta og aðrir með persónulega sigra að ná að keppa aftur eftir erfið meiðsli.

Gerpla eignaðist tvo  Íslandsmeistara um helgina, Þá Botond Ferenc Kováts sem keppti í 2. þrepi og Kára Pálmason sem keppti í 1. þrepi. Frábær árangur hjá þessum strákum okkar. Einnig fengum við bronsverðlaunahafa í 3. þrepi pilta var það hann Ármann Andrason sem átti glæsilegt mót.

Stúlkurnar náðu einnig góðum árangri á mótinu í 3. þrepi voru það Elfa María Reynisdóttir sem fékk silfurverðlaun í flokki 11 ára og yngri og Hekla Tomasdottir Albrigtsen sem fékk bronsverðlaun í 3. þrepi 13 ára og eldri.

Í 2. þrepi voru það vinkonurnar Ísabella Róberstdóttir og Sólný Inga Hilmarsdóttir sem röðuðu sér í annað og þriðja sæti í flokki 12 ára og yngri.

Myndirnar eru af frábærum keppendum Gerplu í 1., 2. og 3. þrepi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar