Geggjaðar sögur með Gunnari Helgasyni

Gunnar Helgason kemur í fjölskyldustund n. k. laugardag, 13. nóvember á milli kl. 13:00- 15:00 á aðalsafn Bókasafns Kópavogs og heldur ritsmiðju fyrir börn og unglinga. Deilir hann með þátttakendum öllum sínum leyndarmálum og trixum sem hann notar þegar hann skrifar bækurnar sínar sem svo sannarlega hafa slegið rækilega í gegn hjá yngri kynslóðinni. Komdu, lærðu og skrifaðu!

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar