Garðlönd laus til umsóknar

Örfá pláss eru laus í garðlöndum Kópavogs í Víðgrund, Kjarrhólma og Núpalind. Í Kjarrhólma og Núpalind er hægt að sækja um hefðbundin skika eða ræktunarkassa sem er nýbreytni í ár.

Uppselt er í garðlönd í Kópavogsgerði og við Guðmundarlund.

Kópavogsbær hefur um langt árabil leigt út reiti til matjurtarræktunar. Garðland er 25 fermetra skiki, eða ræktunarkassi.

Skilyrði fyrir úthlutun garðlands er að eiga lögheimili í Kópavogi.

Leigjendur koma sjálf með plöntur til ræktunar en Kópavogsbær plægir garða að vori til. Á öllum stöðum er aðgangur að vatni.

Sótt er um í þjónustugátt Kópavogs.

Mynd: Frá garðlöndum við Víðigrund í Fossvogsdal.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar