Í september býður Úrval Útsýn upp á skemmtilega hópferð í sólina á Benidorm fyrir 60 ára og eldri. Hugmyndin er að njóta alls þessa besta sem Benidormsvæðið hefur upp á að bjóða, en það er Helga Thorberg sem ætlar að halda utan um hópinn og stýra ferðinni.
,,Septembersólin mun ylja okkur og sjórinn er heitur til að busla í á þessum tíma,“ segir Helga brosandi sem ætlar að bjóða upp á gönguferðir undir pálmatrjám, morgunleikfimi eftir getu hvers og eins, skoðunarferðir um fallega bæi í nágrenninu, fara á líflega markaði, vera með “happy hour” með skemmtilegheitum, spænskunámskeið, minigolf auk þess sem boðið verður upp á bragðgóðar matarupplifanir í frábærum félagsskap.
Helga, sem er menntuð leikkona og garðyrkjufræðingur hefur langa reynslu sem fararstjóri um allan heim og því eru ferðalangar í góðum höndum hjá henni.
Þetta er mjög áhugaverð og spennandi ferð sem þú ert að fara í til Benidorm í september og dagskráin afskaplega fjölbreytt? ,,Já, heldur betur. Þessi ferð býður upp á allt það sem þarf að vera til staðar til að eiga dásamlegt og áhyggjulaust frí í góðum félagsskap. Þitt er aðeins að njóta veðurblíðunnar, veitinganna, félagsskaparins og velja hverju þú vilt taka þátt í. „Maður er manns gaman“ enda þótt við lifum á gerfigreindaröld, það hefur ekkert breyst! Við vitum að allt verður skemmtilegra bara við það eitt að sólin skín og hún mun brosa við okkur alla daga,” segir Helga.
Og þeir sem vilja geta farið í morgunleikfimi á morgnana eða jafnvel tekið spænskunámskeið, er það ekki nokkuð óvenjulegt að bjóða upp á tungumálanámskeið og hvernig virkar hvort tveggja? ,,Nú er öllum ljóst og ekki síst okkur sem eru orðin 60 plús – að góð hreyfing hjálpar til við að viðhalda lífsgleðinni. Það er því gott að byrja daginn á að liðka sig. Sundlaugarsprettur getur líka verið valkostur. Ég er nú engin fitn- essdrottning en við verðum öll örugglega eitthvað betur á okkur komin við heimkomuna heldur en áður en lagt var á stað,” segir hún og bætir við: ,,Það er líka vitað að við Úrvalsfólk 60 plús þurfum að æfa heilann líka ! Þess vegna er gott að læra eitthvað nýtt t.d. tungumál eða tónlist. Ekki get ég farið að taka með mér píanó eða gítara, svo tungumál varð fyrir valinu ! Það er alltaf meiri upplifun að geta aðeins bjargað sér á máli innfæddra. Við förum á markaði og þá gott að kunna eitthvað aðeins í málinu, t.d. til að prútta um verð. Það fer svo eftir áhuga hvers og eins hve mikið hann vill læra en ég reikna mað að allir verði altalandi á spænsku í lok ferðar.”
Og eru margir fallegir bæir í nágrenni við Benidorm sem er áhugavert að skoða? ,,Altea er þeirra frægastur. Gamli bærinn er uppi á hæð og þaðan er fallegt útsýni yfir Miðjarðarhafið. Þar er auðvitað falleg kirkja frá miðöldum La Mare de Déu del Consol sem gaman er að skoða og þessar sjarmerandi þröngu götur í gamla bænum með hvítkölkuðu húsunum, eru aðeins fyrir gangandi fólk. Veitingastaðir í röðum til að tylla sér niður á, gallerí og verslanir raðast eins og perlur eftir stígum og strætum. Þar er gaman að eyða deginum og njóta mannlífsins.”
Og ekki má gleyma dekrinu, happy hour með skemmtilegheitum og bragðgóðar matarupplifanir? ,,Já við ætlum að njóta í botn þess sem Benidorm hefur upp á að bjóða. Það þarf ekki alltaf að finna upp hjólið. Þeir hafa verið að þróa afþreyingu fyrir ferðamenn frá 1925, svo það eru alls konar skemmtanir og upplifanir í boði. Við munum svo kynnast matarmenningu þeirra og smakka allt sem tönn á festir.”
Þannig að það verður nóg um að vera fyrir þá sem vilja, en ferðalangar geta valið úr hverju það vill taka þátt í? ,,Fólk tekur þátt í því sem það vill og velji einhver að lesa bók í hengirúmi undir pálmatré frekar en að koma í göngutúr á ströndinni, þá er það í boði.”
En hvernig er aðstaðan og hótelið sem þið bjóðið upp á og það er tvær dagsetningar í boði? ,,Úrvalsfólki er auðvitað aðeins boðið upp á úrvals hótel. Við gistum á fjögurra stjörnu glæsihótelinu Melia Benidorm sem er staðsett stutt frá Le-vanteströndinni. Þar er upphituð innilaug, líkamsræktaraðstaða, sauna og nudd- pottar. Við hótelið er stór og góð sundlaug í fallegum gróðursælum garði og aðstaða til sólbaða. Innifalið í verðinu er hálft fæði (og drykkir með kvöldmat). Það er boðið upp á 2ja og 3ja vikna dvöl en ég held að það sé enginn að fara heim eftir 2 vikur,” segir Helga brosandi.
Og þetta er ferð fyrir 60 ára og eldri, er þetta ekki skemmilegasti hópurinn til að ferðast með? ,,Jú, þetta er fólkið sem er í fullri vinnu við að lifa og leika sér.”
Meðfylgjandi er linkur til þess að bóka sig með í þessa frábæru ferð. https://uu.is/ferd/urvalsfolk-til-benidorm-60/