Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í Kópavogi

Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar Kópavogs fór fram í gær, þriðjudaginn 14. júní. Á dagskrá fundarins var meðal annars ráðning bæjarstjóra og kosning í ráð og nefndir.

Samþykkt var ráðning Ásdísar Kristjánsdóttur í stöðu bæjarstjóra Kópavogs.

Sigrún Hulda Jónsdóttir var kosinn forseti bæjarstjórnar Kópavogs. Fyrsti varaforseti var kosinn Helga Jónsdóttir en annar varaforseti Hannes Steindórsson.

Formaður bæjarráðs var kosinn Orri Vignir Hlöðversson.

Ellefu sitja í bæjarstjórn Kópavogs og er meirihlutinn skipaður fulltrúum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.

Eftirtaldir sitja í bæjarstjórn:

Sjálfstæðisflokki: Ásdís Kristjánsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Andri Steinn Hilmarsson, Hannes Steindórsson.

Framsóknarflokki: Orri Vignir Hlöðversson, Sigrún Hulda Jónsdóttir.

Pírötum: Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Samfylkingu: Bergljót Kristinsdóttir

Viðreisn: Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Vinum Kópavogs: Kolbeinn Reginsson, Helga Jónsdóttir

Á myndinni eru frá vinstri: Kolbeinn Reginsson, Sigrún Hulda Jónsdóttir, Helga Jónsdóttir, Bergljót Kristinsdóttir, Orri Hlöðversson, Hjördís Ýr Johnson, Hannes Steindórsson, Ásdís Kristjánsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Andri Steinn Hilmarsson.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar