Í síðustu viku opnuðu fimm nýir veitingastaðir að Hagasmára 9 við Smáralind, þar sem Orkan var áður með verslun. Veitingastaðirnir eru Hlöllabátar, Burgeis, Acai, Víkingapylsur og Sætahúið.
Jón Friðrik Þorgrímsson er framkvæmdastjóri Veitingafélagsins sem rekur Hlöllabáta og Burgeis auk þess hann heldur utan um rekstur húsnæðisins að Hagasmára 9.
En hvernig kom það til að menn sáu og skoðuðu þann möguleika að breyta verslun Orkunnar fyrir veitingarekst- ur? ,,Við höfum lengi verið að leita eftir hentugri staðsetningu til að stækka net Hlöllabáta og þegar okkur bauðst þetta þá sáum við mikla möguleika í að gera þetta enn stærra og fjölbreyttara. Því varð ofan á að gera þetta að rými fyrir 5 staði sem kemur gríðarlega vel út og eykur möguleika fólks á að sækja húsið, enda mjög fjölbreyttar veitingar í húsinu.”
Má eiginlega ekki segja að þetta sé fyrsta mathöllin í Kópavogi, fimm veitingastaðir á einum stað með sam- eiginlegri aðstöðu fyrir viðskiptavini? ,,Jú, ég hugsa það og við erum mjög stoltir af því. Það var vandað gríðarlega vel til verka og rýmið fyrir gesti er einstaklega fallegt ásamt stórum gluggum sem hleypa birtunni inn svo þar er verulega gaman að sitja þarna inni og njóta.”
Fjölbreyttar tegundir af hamborgurum
Og þið rekið tvo af þessum fimm veitingastöðum, Hlöllabáta og Burgeis. Það þekkja allir Hlöllabáta en hvað býður Burgeis upp á? ,,Burgeis er nýr staður sem við stofnuðum til að setja í Hagasmára. Hann býður upp á einfalda og ódýra hamborgara, en um leið þann möguleika að bæta því við sem hentar, auka kjöti, beikoni eða grænmeti eftir smekk. Við erum með grænmetisborgara, kjúklingaborgara, fiskborgara og kjötborgara. Þá erum við með franskar og vængi. Hugmyndin er að hafa þetta einfalt og á góðum verðum. Sem dæmi þá geturu alltaf fengið þér hamborgaramáltíð á 1.990 kr., sem er borgari að eigin vali, franskar og gos.”
Eins og þið segið sjálfir þá eru Hlöllabátar órjúfanlegur hluti af þjóðarsálinni enda einn elsti skyndbitastaður landsins. Hafa Hlöllabátar ekkert breyst í gegnum árin, enn hægt að fá klassískan og óbreyttan New York og Línubát? ,,Já, Hlöllabátar eru svo sannarlega orðinn hluti af þjóðarsálinni og staðið tímans tönn. Vegna þessa þá höfum við farið varlega í allar breytingar nema til að gera gott enn betra. Það er enn hægt að fá þessa klassísku báta að sjálfsögðu og verður hægt um ókominn ár.”
Og þeir sem eru á hraðferð geta líka fengið Hlöllabáta úr bílalúgu við Hagasmára? ,,Já, það passar, við erum með bílalúgu í Hagasmára og einnig á Bíldshöfða og það eru gríðarmargir sem nýta sér það. Hlöllabátar eru þekktir fyrir gæði og hraða, en við leggjum mikið upp úr hraða og það er ekki síst áðstæða fyrir vinsældum Hlöllabáta.”
Sæti fyrir 70 manns í Hagasmár
En aðstaðan inni fyrir viðskiptavini er til fyrirmyndar? ,,Hún er verulega góð þó ég segi sjálfur frá. Það var mikið lagt upp úr hönnun og efni í rýminu og það var gert verulega fallegt og er opið og bjart. Það eru leyfi fyrir 120 manns í húsinu og sæti fyrir yfir 70 manns semeru bæði í miðju húsnæðinu og við borð sem eru við gluggana með hærri stólum.”
Og með svona fjölbreytta flóru af veitingastöðum á einum og sama staðnum að þá er auðvelt fyrir fjölskylduna að mæta, enda ekki allir sammála um hvað eigi að vera í matinn? ,,Já, nákvæmlega. Við völdum þarna inn staði eftir að hafa farið vel yfir það hvað og hverjir gætu verið með okkur þarna inni svo að fjölbreytnin væri sem mest. Ég tel að það hafi tekist einstaklega vel og það ættu því allir viðskiptavinir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.”
Hraðhöllin í Hagasmára
En þrátt fyrir góða aðstöðu að þá geta bjóða allir staðirnar upp á að taka matinn með sér, svokallað ,,Take-away“? ,,Já, við höfum oft grínast með það að kalla þetta „Hraðhöllin“, en allir staðirnir bjóða uppá take away.”
Og þið hvetjið Kópavogsbúa til að koma við í Hagasmáranum? ,,Já, endilega. Við erum voðalega ánægð með að vera komin í Kópavoginn og hvetjum alla til að kíkja til okkar. Það er hver staður fyrir sig með sín tilboð og þau verða áfram í boði á næstunni. Þá eru sem dæmi alltaf ákveðin tilboð í gangi eins og hádegistilboð á Hlölla og kvöldtvenna og áðurnefnt tilboð á Burgeis,” segir Jón Friðrik.