Fyrirsjáanlegt að árið verður krefjandi í leikskólum Kópavogs

Leikskólamál á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mikið í umræðunni á undanförnum vikum og mánuðuðm og þá aðallega í Reykjavík þar sem foreldra fá ekki inni á leikskólum með börnin sín.

32,4% menntaðir leikskólakennarar

Kópavospósturinn heyrði í Sigurlaugu Bjarnadóttur deildarstjóra leikskóla-deildar hjá Kópavogsbæ og spurði hana m.a. um stöðuna þegar kemur að starfsmannamálum í leikskólum Kópavogs. Hvað vantar marga leikskólakennara og hversu margir af þeim sem starfa í leikskólum í dag er menntaðir leikskólakennarar og hversu margir ómenntaðir? ,,Nákvæm samantekt liggur ekki fyrir, en gera má ráð fyrir að fjöldi ómannaðra stöðugilda vegna lausra rýma sé að lágmarki 25-30. Þar við bætist allar ráðningar sem koma til vegna starfsmannaveltu og afleysinga. Fyrirsjáanlegt er að þetta verður krefjandi í ár,” segir Sigurlaug og bætir við: ,,Varðandi menntun þá eru 32,4% starfsfólks leikskólakennarar með leyfisbréf og um 5% með leikskólakennaramenntun án leyfisbréfs. Þar fyrir utan eru 15% starfsfólks með aðra háskólamenntun,” segir Sigurlaug.

Um 100 laus leikskólapláss

Eru öll leikskólapláss í leikskólum Kópavogs fullnýtt? ,,Leikskólapláss eru ekki öll fullnýtt og er staðan er mismunandi milli leikskóla. Alls eru laus um 100 pláss sem dreifast milli leikskólanna.”

Engin viðmið/loforð hafa verið útgefin af Kópavogsbæ um aldur yngstu barna við innritun í leikskóla

Hve mörg börn eru á biðlista eftir plássi á leikskóla í sveitarfélaginu og hve mörg þeirra eru 12 mánaða eða eldri og hve mörg átján mánaða eða eldri? ,,Í sumum tilvikum er sótt um leikskólapláss við fæðingu barns. Börn teljast hins vegar ekki á biðlista nema þau hafi náð þeim aldri sem miðað er við að innrita hverju sinni. Aðstæður eru mis-munandi milli ára, m.a. vegna mismunandi stórra árganga. Engin viðmið/loforð hafa verið útgefin af Kópavogsbæ um aldur yngstu barna við innritun í leik- skóla,” segir Sigurlaug, en Kópavogsbær leitast við að innrita eins ung börn og kostur er hverju sinni.

Aðstæður til innritunar verði áfram krefjandi í ár

,,Gert er ráð fyrir að aðstæður til innritunar verði áfram krefjandi í ár, eins og á síðastliðnu ári með tilliti til erfiðleika við að manna leikskólana. Árgangar 2020 og 2021 eru báðir mjög stórir og stærri en sá árgangur sem er að útskrifast,” segir Sigurlaug, en gert er ráð fyrir að það fjölgi um tvo nýja leikskóla á árunum 2024 og 2025 í Kópavogi.

Á næstu dögum verður lokið við úthlutun vegna barna fæddum árið 2021 og eldri. Gert er ráð fyrir að úthlutun vegna barna fæddum árið 2022 fari fram í maí nk.

Aldur yngstu barna við innritun hefur farið lækkandi undanfarin ár

Hver var meðalaldur barna við innritun í leikskóla í sveitarfélaginu 2022? ,,Ekki er horft til meðalaldurs heldur frekar aldur yngstu barna við innritun. Við

innritun hverju sinni eru eldri börn, 3-5 ára, sem t.d. eru nýflutt í sveitarfélagið, sem hafa áhrif á meðalaldur,” segir hún.

Yngstu börn sem innrituð voru í ágúst 2022 voru fædd í maí 2021 (15 mán).

Yngstu börn sem innrituð voru í ágúst 2021 voru fædd í júní 2020 (14 mán).

Aldur yngstu barna við innritun hefur farið lækkandi undanfarin ár, en getur sveiflast milli ára. Fyrir fáeinum árum voru yngstu börn við innritun fædd í janúar-mars árið á undan (17-19 mán).

530 pláss verða til ráðstöfunar við innritun

Hve mörgum börnum getur sveitarfélagið boðið pláss á leikskóla á næsta skólaári? ,,Um 530 pláss verða til ráðstöfunar við innritun m.v. að allir leikskólar verði full mannaðir. Í ljósi þess að erfitt hefur reynst að fullmanna alla leikskóla mun mönnun hafa áhrif á endan- lega niðurstöðu innritunar.”

Hver er staðan á mannvirkjum bæjarins sem hýsa leikskólana, einhverjar endurbætur/viðhaldsaðgerðir/mygla og eru einhverjar fyrirhugaðar uppbyggingar á næstu misserum? ,,Fyrirhugaður er sambyggður leik- og grunnskóli fyrir yngstu nemendur á Vatnsendahæð. Nýr leikskóli verður byggður við Skólatröð. Þá er í byggingu sambyggður leik- og grunnskóli á Kársnesi við Skólagerði.”

Býðst heimilum með börn á leikskólaaldri sem fá ekki pláss heimgreiðsla frá Kópavogsbæ þar til pláss losnar? ,,Já, frá og með 1. september nk. Nánari útfærsla og upphæð verður kynnt í vor,” segir Sigurlaug.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar