Furugrund breytt í einstefnugötu að hluta

Kæru nágrannar við íþróttasvæðið í Fagralundi

Dagana 9.-11. júlí verður Símamót Breiðabliks haldið. Líkt og á síðasta ári verður hluti mótsins haldinn í Fagralundi þar sem 5. flokkur stúlkna mun keppa alla sína leiki.

Kópavogsbær hefur samþykkt beiðni Breiðabliks um að breyta Furugrund að hluta í einstefnugötu frá austri til vesturs til að auka fjölda bílastæði á svæðinu og einfalda umferðarstýringu. Við vonum að íbúar sýni þessu skilning og vinni með okkur að gera upplifun allra sem jákvæðasta og bjóði alla velkomna í Kópavog.

Virðingarfyllst.
Mótsstjórn Símamótsins 2021

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar