Fundur með frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins

Frambjóðendur til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi munu kynna sig og áherslur sínar laugardaginn 19. febrúar og einnig þann 26. febrúar.

Næsta laugardag geta bæjarbúar kynnst betur átta af sextán frambjóðendum sem hafa ákveðið að gefa kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendurnir átta eru eftirfarandi: Ómar Stefánsson, Rúnar Ívarsson, Karen Elísabet Halldórsdóttir, Andri Steinn Hilmarsson, Sigvaldi Egill Lárusson, Elísabet Sveinsdóttir, Hannes Steindórsson og Hermann Ármannsson.

Bæjarbúar eru boðnir velkomnir í Hlíðasmára 19, kl. 10 laugardaginn 19. febrúar.

Ljúffengt kaffi og kruðerí í boði.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar