Fullur stuðningur innan bæjarráðs að halda áfram með helgaropnun félagsmiðstöðva eldri borgara

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var tekið fyrir erindi Félags eldri borgara í Kópavogi, sem er birt var á vefsíðunni, www.kgp.is í morgun, vegna opnunartíma félagsmiðstöðva eldri borgara í Kópavogi

Í svarbréfi Ásdísar Kristjánsdóttir til Baldurs segir hún að ánægjulegt sé að heyra hve vel tókst til með tilraunaverkefni um helgaropnanir. ,,Við höfum svo sannarlega ekki gleymt því. Það er fullur stuðningur innan bæjarráðs að halda áfram með verkefnið og verður fjármagn tryggt áfram fyrir árið 2025. Fjármagnið verður vistað hjá forstöðumanni félagsstarfsins, Stefáni Arnarsyni sem ráðstafar því í þágu helgaropnana í samráði við Félag eldri borgara í Kópavogi. Nánari útfærsla er í höndum forstöðumannsins.“ segir í svarbréfi hennar og samþykkti bæjarráð á fundi sínum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins