Fullt verður upp í rjáfur er gítargoðsagnir mætast í Salnum

Fullt verður upp í rjáfur á tónleikum í Salnum næstkomandi föstudag en þá munu tvær gítargoðsagnir mætast; Björn Thoroddsen og Janne Schaffer. Sá síðarnefndi er þekktastur fyrir að hafa leikið með ABBA allan þeirra starfsferil, sem og hafa spilað með Bob Marley, Tinu Turner og fleirum stórstjörnum. Með þeim verða Jón Rafnsson, bassaleikari, Sigfús Örn Óttarsson, trommuleikari og sænski píanóleikarinn og söngvarinn Jonas Gideon, en hann hefur starfað mikið með Janne Schaffer undanfarin ár.

Dagskrá tónleikanna í Salnum mun samanstanda af tónlist eftir Janne Schaffer, – fusion-kennd gítartónlist sem einnig hefur yfir sér skemmtilegan sænskan þjóðlegan blæ og eflaust fær eitthvað ABBA-lag að fljóta með, en hann lék með ABBA nær allan þeirra starfsferil. Tónlist Björns Thoroddsen fær sinn sess, bæði hans frumsamda tónlist og íslensk þjóðlög, en Björn er stofnandi tríósins Guitar Islancio, sem er þekkt fyrir sínar útsetningar á íslenskum þjóðlögum og eitthvað af þeim lögum verða væntanlega á dagskránni í nýjum útsetningum þeirra félaga.

Lönguppselt er á tónleikana og komust færri að en vildu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins