Fuglasöngvasmiðja í Salnum

Tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir hélt fuglasöngvasmiðju fyrir börn og fjölskyldur þeirra í fordyri Salarins þar sem innsetning hönnunarteymisins ÞYKJÓ stóð yfir en sýningin var opnuð um miðbik maímánaðar og stóð yfir fram í júní. Á meðan á sýningunni stóð tók Sóley, ásamt starfsfólki Salarins, á móti fjölda leikskólabarna í Kópavogi, skóp þeim hljóðvef úr söng himbrima og hrossagauks og veitti þeim leiðsögn um sýninguna.

Á sýningunni Fuglasöngvar mátti uppgötva hljóð og tóna úr litríkjum Tóneggum sem hönnuðir ÞYKJÓ gerðu í samstarfi við Sóleyju. Þar gátu krakkar og fjölskyldur þeirra líka kúrt í sérhönnuðum Krakkahreiðrum sem unnin voru af ÞYKJÓ í samstarfi við Blindravinnustofu. Þar mátti einnig uppgötva og sjá egg og hreiður af Náttúrufræðistofu Kópavogs og skúlptúra Gerðar Helgadóttur.
 
Hönnuðir ÞYKJÓ hafa verið staðarlistamenn Menningarhúsanna í Kópavogi en til þess naut hópurinn styrks frá Lista- og menningarráði Kópavogs. Eitt af markmiðum hópsins var að tengja húsin enn betur saman, flétta saman náttúruvísindum, tónlist, bókmenntum og tónlist eins og sjá mátti á sýningunni Fuglasöngvar. Meðfylgjandi myndir tala sínu máli.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins