Fuglalíf í Skerjafirði í Menningu á miðvikudögum

Ólafur K. Nielsen og Jóhann Óli Hilmarsson fjalla um fuglalíf í Skerjafirði í hádegisfyrirlestri á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs miðvikudaginn 16. mars kl. 12:15. Fyrirlesturinn er liður í erindaröð Náttúrufræðistofu 2022 þar sem sjónum er beint að líffræðilegum fjölbreytileika.
 
Skerjafjörður, fjörur og grunnsævi, hefur alþjóðlegt náttúruverndargildi vegna auðugs fuglalífs. Margar fuglategundir halda til í Skerjafirði, sumar eru þar árið um kring en aðrar tímabundið.  Til að tryggja langtíma varðveislu þeirra náttúrugæða sem lífríki fjarðarins er þarf formlega friðun.
 
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
 
Myndatexti: Margæs étur maríusvuntu. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar