Frumsýning á Bót og betrun

Leikfélag Kópavogs fumsýnir fimmhurðafarsann Bót og betrun eftir Michael Cooney laugardaginn 1. febrúar. 

Bót og betrun segir frá bótasvindlaranum Eric Swan sem grípur til þess ráðs að svíkja bætur  út úr félagslega kerfinu,  þegar hann missir vinnuna. Svindlið fer hins vegar úr böndunum og Eric kemst að því að það er stundum einfaldara að komast á bætur en af,þegar boltinn er einu sinni farinn að rúlla. Sjá nánar á vef LK. 

Skuldlausir félagsmenn LK eiga frímiða á sýninguna. Þeir sem vilja nýta sér það senda póst á [email protected] með nafni og kennitölu og óska eftir að miða. Einnig er hægt að fá aukamiða á afsláttarverði. Miðasala er á Tix.is.  

ATHUGIÐ! Einungis sýningar í febrúar!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins