Frístundastyrkurinn mun hækka í 70.000 krónur á kjörtímabilinu

Af 20 stærstu sveitarfélögum landsins er Kópavogur með hæstu frístundastyrkina, 56.000 krónur á ári fyrir hvert barn. Styrkurinn gildir fyrir börn á aldrinum 5-18 ára, en það var Alþýðusamband Íslands sem réðst í samanburð á frístundastyrkjum í tuttugu sveitarfélögum hér á landi í síðustu viku.

Frístundastyrkurinn í Kópavogi mun svo hækka í 70.000 krónur á kjörtímabilinu samkvæmt Áttavitanum, sem er Málefnasáttmála Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Kópavogi fyrir árin 2022-2026, en engin ákvörðun hefur hins vegar verið tekin hvenær á kjörtímabilinu hann verður hækkaður samkvæmt Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra, sem segir það mikið gleðiefni að sjá að samkvæmt úttektinni að Kópavogsbær sé með hæsta frístundastyrkinn nú þegar á meðal þeirra 20 sveitarfélaga sem úttektin náði til.

Frítt fyrir 5-6 ára börn að æfa eina íþrótt eða tómstund

,,Í Áttavitanum okkar er einnig tiltekið að við ætlum að tryggja börnum 5-6 ára að stunda gjaldfrjálsa eina íþrótt eða tómstund. Við höfum ekki tekið ákvörðun hvenær við stígum þau skref en líklega verða þau stigin í skrefum,” segir hún, en í Áttavitanum kemur einnig fram að meirihlutaflokkarnir stefni að því á kjörtíma- bilinu að útvíkka frístundastyrkinn þannig að hann nýtist einnig á sumarnámskeiðum barna. Þá er einnig markmið flokkanna að frístundastyrkurinn nýtist til almennrar heilsueflingar ungmenna en sé ekki tak-markaður eins og nú er.

Upphæð Frístundastyrksins segir ekki allt

ÁSÍ tekur þó fram í samanburði sínum að Frístundastyrkur segi þó ekki alla söguna enda bæði misjafnt hve dýrt er fyrir börn að stunda tómstundir í sveitarfélögum.

Samkvæmt könnun ASÍ er næst hæstu styrkirnir á eftir Kópavogsbæ hjá Hafnar- fjarðarbæ 54.000 krónur á hvert barn en styrknum er skipt niður á mánuði þannig að einungis hluti styrksins er laus til notkunar í mánuði hverjum. Mosfellsbær greiðir 52.000 krónur í tómstundastyrk fyrir fyrsta og annað barn en styrkurinn hækkar upp í 60.000 krónur fyrir þriðja barn. Styrkirnir hækka einnig hjá Akranesi fyrir annað og þriðja barn.
Sveitarfélögin Reykjavík, Seltjarnarnes, Garðabær og Vestmannaeyjar greiða öll styrki að upphæð 50.000 krónur á ári. Aldursbilið sem styrkirnir gilda fyrir er lengst hjá Vestmannaeyjabæ, 2-18 ára en 5-18 ára hjá Seltjarnarnesbæ og Garðabæ og 6-18 ára hjá Reykjavíkurborg.

Þá hefur meirihlutinn í Reykjavíkurborg gefið það út að hann ætli að hækka Frístundastyrkinn í borginn upp í 75.000 krónu um næstu áramót.

Frístundastyrkir í sveitarfélögunum árið 2022 samkvæmt samanburðaskýrslu ÁSÍ

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar