Frávikin eru fyrst og fremst að finna í fjármagnsliðum, vöxtum og verðbótum

,,Breyttar efnahagsforsendur lita niðurstöðu ársins, verðbólga hefur reynst mun hærri en gert hafði verið ráð fyrir sem helst í hendur við hærra vaxtastig. Frávikin eru því fyrst og fremst að finna í fjármagnsliðum, vöxt-um og verðbótum,” segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi en rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar á fyrri helmingi ársins 2022 var kynnt í síðustu viku og var hún neikvæð um 1,3 milljarða króna, en áætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrarhalla að fjárhæð 830 milljónir króna eins og fram kemur í frétt á vefsíðunni kgp.is fyrr í dag.

Undirliggjandi rekstur Kópavogsbæjar áfram traustur

,,Undirliggjandi rekstur Kópavogsbæjar er hins vegar áfram traustur og væri afkoman 300 milljónum króna betri en áætlað var ef efnahagsforsendur hefðu gengið eftir. Við vonum svo sannarlega að verðbólgan hafi náð sínum hæstu hæðum, en það mun ráðast af mörgum þáttum bæði innlendum þáttum, eins og komandi kjaraviðræður, en eins erlendum þáttum sem við ráðum auðvitað minna við. Áskorun okkar næstu missera verður að standa áfram vörð um traustan og ábyrgan rekstur þannig að áfram verði unnt að veita góða þjónustu til bæjarbúa. Lítið má hins vegar út af bregða eins og sjá má á þessum niðurstöðum,” segir Ásdís.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins