Framkvæmdir hefjast við nýjan keppnisvöll HK á næsta ári

Í nýrri fjárhagsáætlun er stefnt að því að hefja byggingu aðalvallar HK við Kórinn.

Hvenær sér Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi fram á að þær framkvæmdir munu hefjast og ljúka? ,,Undirbúningur er þegar hafinn. Á árinu 2023 var starfshópur að störfum að skoða mismunandi sviðsmyndir og vinna verið í gangi undanfarið að rýna þær. Við erum að gera ráð fyrir að hönnun hefjist fljótlega. Ef allt gengur eftir eru áform um að framkvæmdir hefjist á árinu 2024 og að þeim ljúki 2027. Gert er ráð fyrir að nýjum keppnisvelli utan dyra með stúku, enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvers konar gras verður á vellinu en sú vinna fer fljótlega í gang samfara hönnun vallarins,” segir Ásdís.

Er komin einhver kostnaðargreining hvað þessa uppbyggingu varðar? ,,Ítarleg kostnaðargreining mun liggja fyrir þegar ákvörðun hefur verið tekin um hvers konar stúkumannvirki við ætlum að ráðast í. Nú erum við aðeins með grófa áætlun um kostnað í okkar áætlunum en skipulagsvinnan er nýhafin,” segir hún.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar