Frábært verkefni á vegum Rauða krossins á Bókasafni Kópavogs

Hefur þig langað lengi að prófa að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum? Ef svo er þá er frábært verkefni á vegum Rauða krossins í gangi á aðalsafni Bókasafns Kópavogs sem bráðvantar sjálfboðaliða í. Æfingin skapar meistarann er samstarfsverkefni sem miðar að talþjálfun fyrir fólk af erlendum uppruna, fólki sem langar mikið að læra að tala íslensku betur og þar getið þið komið sterk inn. Hist er annan hvern laugardag yfir vetrartímann á milli kl. 10:30 – 12:00 (sjálfboðaliðar mæta kl. 10:00 – 12:00) á Bókasafni Kópavogs. Mikið er spjallað og hlegið á fundunum og er þetta afskaplega gefandi starf. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt þá máttu endilega senda línu á Heru, verkefnastjóra hjá Rauða krossinum: [email protected]. Hlökkum til að heyra frá ykkur!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar