Ásgerður Sara Hálfdanardóttur, sem stundar píanónám við framhaldsdeild Tónlistarskóla Kópavogs hjá Nínu Margréti Grímsdóttur, náði frábærum árangri í alþjóðlegri píanókeppni í Svíþjóð – Malmö Yamaha Piano Competition – sem haldin var 2. – 5. nóvember.
Rúmlega 50 píanónemendur frá Skandinavíu á aldrinum 7-30 ára tóku þátt í keppninni sem haldin var í Hyllie Park í Malmö. Ásgerður Sara var eini keppandinn frá Íslandi og vann til 2. verðlauna í sínum aldursflokki (C-15-17 ára). Umsagnir dómnefndarinnar voru á þá leið að píanóleikur hennar einkenndist af mikilli útgeislun og djúpri tilfinningu fyrir tónlistinni.
Meðal þeirra tónlistarskóla sem áttu sinn fulltrúa í keppninni voru t.a.m. Barratt Due Musikkinstitutt, Gradus Junior College, Lunds Musikskola, Lilla Aka- demien, Gothenburg Music Academy og Ingesund Piano Center at the Musikhögskolan Ingesund.
Ásgerður Sara hefur unnið til fjölmargra verðlauna í píanókeppnum á undanförnum misserum, m.a. 1. verðlaun í Royal Sound Music Competition 2021, 3. verðlaun í VIII Odin Online International Music Competition 2022, 3. verðlaun í VIII EPTA Iceland keppninni 2021, 5. verðlaun í Future Stars International Piano Competition 2021 og Gull verðlaun í Trinity International Music Competition 2021.