Forum Romanum í Hamraborginni

Einkasýning Rósu Gísladóttur, FORA, var opnuð í Gerðarsafni 3. júní síðastliðinn að viðstöddu fjölmenni en sýningarstjórar eru þær Brynja Sveinsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir.

Titillinn ROMA vísar í Forum Romanum, hið ævaforna torg í Rómarborg en á sýningunni má m.a. sjá áhrifamikil verk sem unnin eru í samtali við fornrómverskan arkitektúr.

Rósa Gísladóttir hlaut árið 2020 Gerðarverðlaunin, fyrst myndlistarmanna, en verðlaunin eru veitt árlega framúrskarandi myndlistarmanni sem vinnur með skúlptúr og rýmisverk.

Sýningin mun standa yfir til 17. september. Gerðarsafn er opið alla daga frá 12 – 18.

Myndir frá sýningaropnun tók Sigríður Marrow.

Hallgerður Hallgrímsdóttir, Rósa Gísladóttir og Brynja Sveinsdóttir

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar