Foreldrahlutverkið og núvitund

Bryndís Jóna Jónsdóttir, núvitundarkennari kom í foreldramorgun á Bókasafni Kópavogs í nóvember og fræddi foreldra um núvitund í uppeldi. Þetta var flott erindi hjá henni um mikilvægi þess að staldra aðeins við, leita inn á við og hvað skiptir miklu máli að leiða hugann að augnablikinu. Einnig var farið í gegnum æfingar sem sýndu hversu auðvelt er í raun að stunda núvitund í amstri dagsins og hvernig er hægt að kenna börnum að tileinka sér að lifa lífinu í gegnum augu núvitundar. Benti Bryndís Jóna á ýmsar leiðir að því markmiði og er hægt að fara inn á heimasíðu Núvitundarseturs til að afla sér frekari upplýsinga og leiða, https://www.nuvitundarsetrid.is/. Má þar finna hlekki á ýmsar síður sem geta hjálpað einstaklingum að lifa meira í núinu og í meira hæglæti. Takk fyrir komuna, kæru foreldrar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar