Fór yfir vel valdar athugasemdir SFS við skýrslu matvælaráðherra

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS var gestur á laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogs sl. laugardag.

Heiðrún fór yfir vel valdar athugasemdir SFS við skýrslu matvælaráðherra “Auðlindin okkar” og hvort þessar tillögur auki við samkeppnishæfni Íslands, eða ekki. Þá fór Heiðrún líka yfir fiskeldið, þær ítarlegu kröfur sem eru gerðar við starfsleyf- isumsókn, viðvarandi eftirlit og sleppingu.

Fín mæting var á fundinn, en Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi stendur reglulega fyrir laugardagsfundum og á morgun, laugardag inn 14. október mun Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins flytja erindi.

Laugardagsfundirnar eru haldnir í húsnæði Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi, Hlíðasmára 19 og hefjast þeir kl. 10. Diljá Mist Einarsdóttir mætir svo 21. október.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar