Flott vinnuaðstaða á Bókasafni Kópavogs

Bókasafn Kópavogs býður upp á fría lesaðstöðu fyrir námsmenn á bæði 2. og 3. hæð aðalsafns en einnig má setjast við borðin með góða bók í hönd og mega gestir og gangandi endilega fá sér sæti og glugga í efnið sem til er á safninu. Ekki skemmir fyrir að við seljum kaffi á 100 krónur (frí áfylling), eigum ógrynni af bókum á íslensku og ensku í öllum mögulegum flokkum og strætó stoppar beint fyrir utan safnið í Hamraborginni. Þráðlaust net er til staðar og hægt að hlaða síma og tölvur við flest borðin. Safnið er opið á milli kl. 8.00-18.00 alla virka daga og á milli kl. 11.00-17.00 á laugardögum. Verið velkomin.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar