Stemmningin hefur verið góð á lista- og menningarhátíðinni Hamraborg Festival sem var sett sl. fimmtudag en hátíðinn lýkur í dag, 5. september með tveimur viðburðum.
Milli kl. 17 og 18. verður boðið upp á gjörninginn, Veðurvinirnir fara út að borða, eftir þá Regn Sólmundar og Logn Blómdal á bókasafninu og þá verður Hrefna Lind með gjörningin ,,Codapent” á heimili Péturs Eggertssonar kórstjóra.
Um gjörningana, Veðurvinirnir fara út að borða og Codapent:
Veðurvinirnir fara út að borða
Lof þeim að borða borgara! Lofum og leyfum felling-um að liðast eins og árfarvegir, lofum líkama! Lofum borgara! Lofum nautnina, lofum og leyfum plássið sem það tekur að hafa það náðugt! Sjá, hvað er þarna í skýjunum? Er þetta flugvél? Er þetta loftbelgur með STÓRKOSTLEGAN rass? NEI! Þetta eru veðurvinir! BAM!! Veðurvinir fara út að borða er gjörningur sem verður sýndur á strætóstoppinu Hamraborg í Kópavogi. Gjörningurinn er súrrealísk, samþætt femínísk upplifun.
Codapent
Hefur þú átt í erfiðleikum með að setja mörk og standa með þér? Codapent er nýtt lyf á markaðnum sem býður upp á skjótan bata við meðvirkni. Nú eru komnir í fram-leiðslu heilandi keramikskúlptúrar unnir út frá parta- vinnu (Part Therapy) en hafa þann eiginleika að vera einnig pilluglös Codapents.
Codapent-teymið mun kynna fyrir ykkur leiðir að bataferli og varpa ljósi á hvernig tilfinningar framkallast í efniviði. Pétur Eggertsson kórstjóri mun opna heimili sitt fyrir þessa heimakynningu á Hamraborg Festivali og tekur hún u.m.b. klukkustund.
Fjórða HamrborgarFestivalið
Hamraborg Festival er lifandi listahátíð í hjarta Kópavogs en þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin. Hátíðin er haldin ár hvert í lok ágúst og markar þar með enda sumarsins með vikulöngum fögnuði lista og menningar í Hamraborg. Allar sýningar og viðburðir hátíðarinnar fara fram innan veggja menningarhúsa, almenningsrýma, kaffihúsa, verslana og vinnustaða Hamraborgar.
Allir viðburðir hátíðarinnar eru gjaldfrjálsir og opnir öllum. Meðal viðburða voru myndlistarsýningar, gjörn-ingar, tískusýningar, ljóðalestur, sýning á verkum eftir hinsegin listafólk, vinnustofur, þátttökuverk og sýningar sérstaklega hannaðar fyrir börn og fjölskyldur.
Hamraborg Festival 2024 er haldið með stuðningi frá MEKÓ – Menning í Kópavogi, Myndlistarsjóði og Barna- menningarsjóði.
Hvað verður á næsta ári?
Það má með sanni segja að HamraborgarFestival hafi stimplað sig vel inn á meðal bæjarbúa og nágranna úr nærsveitarfélögunum, en frábær stemmning er búin að vera alla vikuna og skipuleggjendur hátíðarinnar sjálf-sagt strax farnir að huga að næstu hatíð. Meðfylgjandi eru myndir frá hátíðinni sem Magdalenu Lukasiak tók að mestu en einnig Kópavogspósturinn.