Flott stemmning og fjölbreytt listform í Hamraborginni – HamraborgarFestival lýkur í kvöld

Stemmningin hefur verið góð á lista- og menningarhátíðinni Hamraborg Festival sem var sett sl. fimmtudag en hátíðinn lýkur í dag, 5. september með tveimur viðburðum.

Milli kl. 17 og 18. verður boðið upp á gjörninginn, Veðurvinirnir fara út að borða, eftir þá Regn Sólmundar og Logn Blómdal á bókasafninu og þá verður Hrefna Lind með gjörningin ,,Codapent” á heimili Péturs Eggertssonar kórstjóra.

Um gjörningana, Veðurvinirnir fara út að borða og Codapent:

Veðurvinirnir fara út að borða
Lof þeim að borða borgara! Lofum og leyfum felling-um að liðast eins og árfarvegir, lofum líkama! Lofum borgara! Lofum nautnina, lofum og leyfum plássið sem það tekur að hafa það náðugt! Sjá, hvað er þarna í skýjunum? Er þetta flugvél? Er þetta loftbelgur með STÓRKOSTLEGAN rass? NEI! Þetta eru veðurvinir! BAM!! Veðurvinir fara út að borða er gjörningur sem verður sýndur á strætóstoppinu Hamraborg í Kópavogi. Gjörningurinn er súrrealísk, samþætt femínísk upplifun.

Codapent
Hefur þú átt í erfiðleikum með að setja mörk og standa með þér? Codapent er nýtt lyf á markaðnum sem býður upp á skjótan bata við meðvirkni. Nú eru komnir í fram-leiðslu heilandi keramikskúlptúrar unnir út frá parta- vinnu (Part Therapy) en hafa þann eiginleika að vera einnig pilluglös Codapents.
Codapent-teymið mun kynna fyrir ykkur leiðir að bataferli og varpa ljósi á hvernig tilfinningar framkallast í efniviði. Pétur Eggertsson kórstjóri mun opna heimili sitt fyrir þessa heimakynningu á Hamraborg Festivali og tekur hún u.m.b. klukkustund.

Fjórða HamrborgarFestivalið

Hamraborg Festival er lifandi listahátíð í hjarta Kópavogs en þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin. Hátíðin er haldin ár hvert í lok ágúst og markar þar með enda sumarsins með vikulöngum fögnuði lista og menningar í Hamraborg. Allar sýningar og viðburðir hátíðarinnar fara fram innan veggja menningarhúsa, almenningsrýma, kaffihúsa, verslana og vinnustaða Hamraborgar.

Allir viðburðir hátíðarinnar eru gjaldfrjálsir og opnir öllum. Meðal viðburða voru myndlistarsýningar, gjörn-ingar, tískusýningar, ljóðalestur, sýning á verkum eftir hinsegin listafólk, vinnustofur, þátttökuverk og sýningar sérstaklega hannaðar fyrir börn og fjölskyldur.

Hamraborg Festival 2024 er haldið með stuðningi frá MEKÓ – Menning í Kópavogi, Myndlistarsjóði og Barna- menningarsjóði.

Hvað verður á næsta ári?

Það má með sanni segja að HamraborgarFestival hafi stimplað sig vel inn á meðal bæjarbúa og nágranna úr nærsveitarfélögunum, en frábær stemmning er búin að vera alla vikuna og skipuleggjendur hátíðarinnar sjálf-sagt strax farnir að huga að næstu hatíð. Meðfylgjandi eru myndir frá hátíðinni sem Magdalenu Lukasiak tók að mestu en einnig Kópavogspósturinn.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins