Flott handverkssýning eldri borgara í Kópavogi

Sameiginleg hug- og handverkssýning Félagsmiðstöðva eldri borgara í Kópavogi, Boðans, Gjábakka og Gullsmára, var haldin í Gull-smára helgina 7. og 8. maí.

Handverksfólk í röðum heldri borgara í Kópavogi kunna greinilega sitthvað fyrir sér, en á
sýningunni mátti sjá hundruði fallegra muna sem sýningargestir gátu borið augum, en gestir fjölmenntu á sýninguna þá daga sem hún stóð.

Sýningin var sú fyrsta eftir Covid og voru mörg verk sýningarinnar unnin heima, í sóttvarnareinangrun.

Boðið var upp á kaffi og vöfflur sem gestir og sýnendur þáðu með góðri lyst.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar