Fjörupollar og furðudýr

Laugardaginn 5.nóvember frá 13 – 15. verður boðið upp á skemmtilega smiðju á Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þar geta ungir listamenn á öllum aldri teiknað mismunandi dýr og jurtir neðansjávar og notað lím og sand til að mála fjöruna og sjóinn. Tilvalið er að sækja innblástur fyrir myndefni á Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Listakonan Elín Anna Þórisdóttir leiðir smiðjuna. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin. 

Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar