Verðlaunahátíð KKÍ fór fram í hádeginu í dag á Grand Hótel þar sem úrvalslið ársins í Domino‘s deild karla og kvenna og 1. deild voru valin.
Árni Elmar valinn bestur
Blikar áttu fjóra leikmenn í úrvalsliðum ársins og einn þjálfara, en Ísabella Ósk Sigurðardóttir var valin í úrvalslið kvenna í Domino‘s deildinni og þá voru þeir Árni Elmar Hrafnsson, Snorri Vignisson og Sveinbjörn Jóhannesson valdir í úrvalslið 1. deildar.
Árni Elmar Hrafnsson var valinn besti leikmaður 1. deildar og að sama skapi var Pétur Ingvarsson þjálfari karlaliðs Breiðabliks valinn þjálfari ársins.
Sannarlega flottur árangur hjá Breiðablik en karlalið félagsins tryggði sér sæti í Domino‘s deildinni fyrir næsta tímabil en á forsíðumyndinni eru liðið að fagna áfanganum.