Í ágúst opnuðu hjónin Guðbjörg og Stefán nýja barnavöruverslun MiniPlay.is og Grillkofann.is sérvöruverslun fyrir grill og pizzaofna í Tónahvarfi 10 í Kópavogi.
Barnavöruverslunin MiniPlay.is selur fallegar og vandaðar barnavörur
Guðbjörg segir að MiniPlay.is selji vönduð og stílhrein leikföng og barnavörur fyrir börn á öllum aldri. ,,Vörurnar eru hannaðar til að ýta undir sköpun og ímyndunarafl barna auk þess að vera framleiddar úr hágæða efnum með tilliti til umhverfisins,“ segir hún.
Vörurnar eru vinsælar gjafir og henta við öll tilefni, enda fátt jafn skemmtilegt og að gefa nytsamlegar og nýstárlegar gjafir sem gleðja augað og efla sköpunargáfuna á sama tíma. ,,Hjá okkur færðu vörur sem munu hitta í mark hjá barninu,“ segir Guðbjörg.
Vörur sem ýta undir opinn leik hjá börnum
En hvernig kom það til að þið opnuðu barnavöruverslun? ,,Það sem vakti fyrir okkur með stofnun MiniPlay.is var að okkur langaði að flytja inn fallegar vörur sem ýta undir opinn leik hjá börnum þannig að þau nýtt sköpunarkraftinn sinn í gegnum leik. Það getur m.a. hjálpað þeim að auka sjálfstraust sitt, hreyfifærni, jafnvægi og fleira.“
Guðbjörg segir að vinsælustu vörurnar séu m.a. lítil trampólín og baunastólar frá merkinu Wigiwama sem hefur slegið í gegn og selst alltaf upp um jólin. Það er því um að gera að vera tímalega fyrir jólin.
Barnavörur framleiddar úr hágæða efnum með tilliti til umhverfisins
Í dag býður MiniPlay.is upp á fjölbreytt úrval af barnavörum, leikföngum og gjafavöru fyrir börn á öllum aldri. ,,Vörurnar okkar eru framleiddar úr hágæða efnum með tilliti til umhverfisins og eru án allra eitur- og ofnæmisvaldandi efna,“ segir hún og bætir: ,,Markmið okkar er að bjóða uppá úrval af vandaðari gæðavörur og veita persónulega og góða þjónustu.“
Eina sérvöruverslunin með grill og pizzaofna á landinu
Og þið hjónin rekið einnig verslunina Grillkofan.is í sama húsnæði og MiniPlay.is að Tónahvarfi 10? ,,Já, það er rétt. Grillkofinn og pizzaofnar.is sameinuðust nýlega undir nafni Grillkofans og erum við eina grill sérvöruverslunin á Íslandi. Við erum umboðsaðili fyrir Ooni pizzaofnana sem fjöldi landsmanna á og hafa þeir ofnar reynst einstaklega vel á Íslandi og svo erum við með frábært úrval af kolagrillum og rafmagnsstýrðum kolagrillum og reykofnum. Á næsta ári munum við bæta við gasgrillum í vöruúrvalið hjá okkur.
Nýlega fengum við frábærar pönnur og potta frá Skottsberg sem eru eiturefnalausir, húðaðir með lífrænni olíu, klárir úr kassanum sem eru á frábæru verði og fylgir þeim lífstíðarábyrgð. Einnig erum við með mikið úrval af kryddum og aukahlutum fyrir eldamennskuna og pizzagerðina. Við leggjum mikinn metnað í það að bjóða uppá gæðavörur á góðu verði, persónulega þjónustu og sérþekkingu á öllu tengdu grillum og pizzaofnum,“ segir Guðbjörg Una og bætir við brosandi að lokum: ,,Þú færð jólagjöfina fyrir grillarann og pizzaunnendur hjá okkur.“
Forsíðumynd: Guðbjörg og Stefán í barnavöruversluninni Miniplay.is í Tónahvarfi 10.