Fjölskyldutónleikar með hljómsveitinni Brek

Hljómsveitin Brek heldur þjóðlagaskotna fjölskyldutónleika í Salnum í Kópavogi, laugardaginn 17.september kl. 13.

Brek hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir grípandi lagasmíðar og vandaða söngtexta. Brek spilar akústíska tónlist og sækir áhrif víða að, m.a. úr íslenskum þjóðlagaarfi, skandínavískri og bandarískri tónlist, jazzi og fleiru.

Hér býður sveitin upp á nærandi og metnaðarfulla tónlistarupplifun fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Brek hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2022 fyrir plötu ársins í þjóðlaga- og heimstónlist. Sveitina skipa þau Harpa Þorvaldsdóttir, söngur og píanó, Jóhann Ingi Benediktsson, söngur og gítar, Guðmundur Atli Pétursson, mandólín og bakraddir og Sigmar Þór Matthíasson, kontrabassi og bakraddir.

Ljósmynd: Hljómsveitin Brek

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins