Fjölskyldutónleikar með hljómsveitinni Brek

Hljómsveitin Brek heldur þjóðlagaskotna fjölskyldutónleika í Salnum í Kópavogi, laugardaginn 17.september kl. 13.

Brek hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir grípandi lagasmíðar og vandaða söngtexta. Brek spilar akústíska tónlist og sækir áhrif víða að, m.a. úr íslenskum þjóðlagaarfi, skandínavískri og bandarískri tónlist, jazzi og fleiru.

Hér býður sveitin upp á nærandi og metnaðarfulla tónlistarupplifun fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Brek hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2022 fyrir plötu ársins í þjóðlaga- og heimstónlist. Sveitina skipa þau Harpa Þorvaldsdóttir, söngur og píanó, Jóhann Ingi Benediktsson, söngur og gítar, Guðmundur Atli Pétursson, mandólín og bakraddir og Sigmar Þór Matthíasson, kontrabassi og bakraddir.

Ljósmynd: Hljómsveitin Brek

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar