Laugardaginn 27. janúar fara fram fjölskyldutónleikar á Bókasafni Kópavogs, annarri hæð, þar sem Ragnheiður Gröndal söngkona og Guðmundur Pétursson gítarleikari bjóða upp á nærandi og notalega söngstund. Þar gefst börnum og fjölskyldum einstakt tækifæri tilað upplifa íslenska texta í gegnum tónlist, söng og sögur úr ólíkum áttum. Tónleikarnir hefjast klukkan 13 og stendur yfir í um 40 mínútur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Ragnheiður og Guðmundur hafa verið í framvarðarsveit íslenskra tónlistarmanna um áratugaskeið. Þau hafa komið fram í fjölmörgum og ólíkum tónlistarverkefnum hérlendis og erlendis og starfað með tónlistarfólki og sveitum þvert á tónlistarstefnur og strauma og í alls kyns samhengi. Þau hafa hlotið fjölmargar viðurkenningar og verðlaun á ferli sínum, má þar nefna Íslensku tónlistarverðlaunin sem þau hafa bæði hlotið margsinnis.
Viðburðurinn er liður í Fjölskyldustund á laugardögum og Dögum ljóðsins sem styrkt eru af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum. Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar. Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.
Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.
Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins