Fjölskyldustund með Ragnheiði Gröndal og Guðmundi Péturssyni

Laugardaginn 27. janúar fara fram fjölskyldutónleikar á Bókasafni Kópavogs, annarri hæð, þar sem Ragnheiður Gröndal söngkona og Guðmundur Pétursson gítarleikari bjóða upp á nærandi og notalega söngstund.  Þar gefst börnum og fjölskyldum einstakt tækifæri tilað upplifa íslenska texta í gegnum tónlist, söng og sögur úr ólíkum áttum. Tónleikarnir hefjast klukkan 13 og stendur yfir í um 40 mínútur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.
 
Ragnheiður og Guðmundur hafa verið í framvarðarsveit íslenskra tónlistarmanna um áratugaskeið. Þau hafa komið fram í fjölmörgum og ólíkum tónlistarverkefnum hérlendis og erlendis og starfað með tónlistarfólki og sveitum þvert á tónlistarstefnur og strauma og í alls kyns samhengi. Þau hafa hlotið fjölmargar viðurkenningar og verðlaun á ferli sínum, má þar nefna Íslensku tónlistarverðlaunin sem þau hafa bæði hlotið margsinnis.
 
Viðburðurinn er liður í Fjölskyldustund á laugardögum og Dögum ljóðsins sem styrkt eru af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar