Fjölskylduganga á Úlfarsfell þar sem Helgi Björns og Salka Sól munum spila fyrir göngufólk

Ferðafélag Íslands, World Class og Fjallakofinn standa fyrir fjölskyldugöngu á Úlfarsfelli þann 18. maí kl. 18.
þar sem þjóðþekktir tónlistamenn, Helgi Björnsson og reiðmenn vindana  og Salka Sól  munu spila fyrir göngufólk á fellinu á sviði í skjóli Háahnúks

Úlfarsfellið er eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarbúa og daglega leggur fjöldi fólks leið sína á fellið. Úlfarsfellið er auðgengið og við allra hæfi. Tilvalið útivistartækifæri fyrir alla fjölskyldur til að ganga og gleðjast saman.

Göngustjórar leiða för frá mismunandi upphafsstöðum göngunnar en Ólöf Krístín Sívertsen forseti FÍ mun leiða göngu frá bílastæðum við upphaf gönguleiðar í  Úlfársárdal. 

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. 

Gott er að mæta í útivistarfatnaði og góðum skóm, með bakpoka með smá nestisbita. 

Brottför/Mæting Kl. 18 við bílastæðið ofan Úlfarsárdals og við bílastæði Skógræktarinnar við Vesturlandsveg.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar