Fjölbreytt sumardagskrá í félagsmiðstöðvum eldri borgara

Í sumar er nóg um að vera í félagsmiðstöðvum eldri borgara í Kópavogi.  Vinnumálastofnun veitir sveitarfélögum styrk til að efla félagsstarf aldraða eftir Covid en sumarstarfsfólk hefur búið til viðburðaríka dagskrá fyrir eldri borgara.
 
Starfsfólkið í sumar býður upp á persónubundnari þjónustu þar sem gengið er út frá því hvað hentar áhuga og vilja hvers og eins. Umrætt verkefni felst í heimsóknum, símtölum og stuðningi við að sinna áhugamálum eða því sem fólk vill helst gera. 
 
Meðal þeirra viðburða sem boðið er upp á í sumar er tækniþjálfun á síma og ipad, ljóðaupplestur, jóga, bíósýningar og ýmis konar tónleikar með íslenskri tónlist. Mikil aðsókn er í Bingó, Boccia og leshóp sem hittist í hverri viku.
 
Þetta sumar er frábrugðið síðasta sumri að því leyti að samkomutakmörkunum hefur verið aflétt sem býður upp á þann möguleika að halda fleiri viðburði. Árleg ferð í Guðmundarlund verður haldin síðla sumars og einnig boðið upp á margs konar dagsferðir fram að því en sumardagskránni lýkur 13. ágúst. 

Í sumar er nóg um að vera í félagsmiðstöðvum eldri borgara í Kópavogi.  Vinnumálastofnun veitir sveitarfélögum styrk til að efla félagsstarf aldraða eftir Covid en sumarstarfsfólk hefur búið til viðburðaríka dagskrá fyrir eldri borgara.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins