Fjölbreytt og skemmtileg hátíðarhöld á 17. júní í Kópavogi

Haldið verður upp á 17. júní með glæsibrag í Kópavogi og er boðið upp á dagskrá á nokkrum stöðum í bænum.

Hátíðarhöldin bera svip af 80 ára afmæli lýðveldisins, Söngsveitin Fílharmónía syngur ættjarðarlög í anddyri Salarins frá 13.00 til 13.30 og flytur lag Atla Ingólfssonar við ljóð Þórarins Eldjárns, Ávarp fjallkonunnar, sem samið var í tilefni afmælisins. Þar verður hægt að nálgast bókina Fjallkonan „Þú ert móðir vor kær,“ sem forsætisráðuneytið gefur út í ritstjórn Silju Aðalsteinsdóttur. Þá verður boðið upp á fullveldisköku á öllum hátíðarsvæðum.

Hefðbundin hátíðarhöld hefjast svo með skrúðgöngu frá MK klukkan 13.30 en henni lýkur á Rútstúni.

Þar tekur við skemmtidagskrá sem stendur yfir frá 14.00 til 16.00. Á sama tíma er skemmtidagskrá við íþróttahúsið Versali.

Fram koma meðal annars leikhópurinn Lotta, Gunnar Helgason og Valgerður Guðnadóttir, Idol stjörnur, Jóhanna Guðrún, Aron Can og VÆB.

Kynnar eru á Rútstúni: Eva Ruza og Hjálmar Örn en við Versali: Saga Garðars og Snorri Helga.

Auk þess verður skemmtidagskrá við Menningarhúsin í Kópavogi þar sem fram koma Söngsveitin Fílharmónía, BMX Brós, Skapandi sumarstörf og fleiri.

Í undirgöngunum við Hamraborg verður Graffiti-djamm frá 12.00-16.00.

Loks má þess geta að Hoppukastalar og leiktæki eru opin á Rútstúni og við Versali frá 12.00 og eru opin til 17.00.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins