Fjölbreytt námskeið fyrir grunnskólakennara

Námskeið fyrir grunnskólakennara í Kópavogi voru haldin í áttunda skipti en þau hafa verið haldin í aðdraganda skólasetningar síðan 2017 í þessu formi. Dagskráin stóð yfir í fjóra daga frá 9:00 – 16:00 og fóru öll námskeið fram í Salaskóla nema annað væri tekið fram.

Endurmenntun er í öndvegi í upphafi nýs skólaárs og fjölmörg námskeið voru í boði fyrir kennara. Hægt var að sækja bæði heilsdags- eða hálfsdagsnámskeið en námskeiðin voru 26 talsins. Meðal annars gafst kennurum færi á að sækja námskeið um barnasáttmálann, ADHD í skólastofunni, skynvænt skólaumhverfi og inngildingu hinsegin nemenda í grunnskólum.

Í Kópavogi eru tíu grunnskólar og tveir sjálfstætt starfandi skólar. Grunnskólarnir eru Álfhólsskóli, Hörðuvallaskóli, Kóraskóli, Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Lindaskóli, Salaskóli, Smáraskóli, Snælandsskóli og Vatnsendaskóli. Skólasetning hjá grunnskólum í Kópavogi var sl. föstudag og fyrsti skóladagurinn er í dag.

Endurmenntun er í öndvegi í upphafi nýs skólaárs og fjölmörg námskeið voru í boði fyrir kennara.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar