Fjölbreytt ljóðadagskrá

Dagar ljóðsins standa yfir þessa dagana í tengslum við 20 ára afmæli Ljóðstafs Jóns úr Vör og fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla aldurshópa.
 
Fimmtudagskvöldið 24.febrúar verður haldin Ljóðlistahátíðin Suttungur í Salnum í Kópavogi þar sem framúrstefnulegri nálgun á tungumálið er fagnað.
Hátíðin er hugsuð sem vettvangur til að efla tilraunakennda ljóðlist og meðal þeirra sem fram koma eru Kristín Ómarsdóttir, Sjón og Kött Grá Pje
 
Föstudagskvöldið 25.febrúar verður upplestrarkvöld á Kaffi Katalínu. Þangað eru allir velkomnir, ungskáld og gömul skáld, verðlaunaskáld og næstum því skáld en líka bara þau sem vilja fagna afnámi útvistarbannsins á ljóðrænan hátt!

Dans, ljóðasmiðja og málþing
 
Laugardaginn 26.febrúar fer fram danssýningin The Mall eftir Sögu Sigurðardóttur í Smáralind kl. 13 og 14. Í Bókasafni Kópavogs kl. 13 fer fram ljóðasmiðja fyrir fjölskylduna í umsjón Arndísar Þórarinsdóttur og Dögum ljóðsins lýkur með ljóðamálþingi í Salnum kl. 15. Á meðal þeirra sem fram koma eru Bragi Valdimar Skúlason, Þórdís Helgadóttir og Brynja Hjálmsdóttir.
 
Myndatexti: The Mall eftir Sögu Sigurðardóttur verður sýnt í Smáralind á Dögum ljóðsins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar