Fimmtudaginn 30. september var Langur fimmtudagur í Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Bókasafni Kópavogs og Salnum. Boðið var upp á viðburði í öllum húsunum ásamt því að opið var í Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu og Bókasafni Kópavogs til kl. 20.
Langur fimmtudagur er nýjung hjá menningarhúsunum og er alltaf síðasta fimmtudag í mánuðinum. Næsti langi fimmtudagur er því 28. október þar sem m.a. verður boðið upp á Síðdegisjazz í Salnum, listsmiðju fyrir fullorðna í Gerðarsafni, fyrirlestur um sögu hrollvekjunnar og bókabandsföndur fyrir fullorðna á Bókasafni Kópavogs. Hægt er að fylgjast með dagskránni á www.meko.is
Forsíðumynd: Vel var mætt á Síðdegisjazz í Salnum með Guitar Islancio.