Fíflast með fíflum – leið til geðræktar

Það var mikið um fjör og fíflaskap í Bókasafni Kópavogs sl. laugardag þegar sýningin Fíflast með fíflum opnaði. Listhópur Hlutverkasseturs, sem er listhópur ársins Lista án landamæra, sýndi verk, bauð upp á söng og gleði í tilefni dagsins. List án Landamæra fagnar nú 20 ára afmæli og sýningin hluti af fjölmörgum viðburðum sem hátíðin býður upp á í ár.

Anna Henriksdóttir, myndlistakennari og forsvarskona hópsins sagði frá tilurð sýningarinnar. ,,Þemað í ár er fífillinn, hann reynir að laga jarðveginn með því að jafna sýrustigið, sáir sér og vex alls staðar og oft í mjög erfiðum kringumstæðum. Hann er oft fyrsta kærleiksgjöf sem barn gefur foreldri Seigla hans. þrjóska og gleðin er það sem við höfum unnið með hér og minnum á leikur og gleði er leið til geðræktar.“

Sýningin er opin á opnunartímum bókasafnsins og Gerðarsafns og stendur til 18. október 2023.

Myndatexti: Frá vinstri: Lísa Zachrison, Margrét Norðdal, Brynja Sveinsdóttir, Anna Henriksdóttir og Soffía Karlsdóttir. Ljósmynd: Leifur Wilberg Orrason

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar