Ferð í sauna er ekki bara slökun heldur er ávinningur af hverri ferð fyrir líkama og sál

Í rúmlega 40 ár hefur NormX framleitt heita potta fyrir landsmenn við góðan orðstýr í verksmiðju sinni í Vogum á Vatnsleysiströnd, en verslun NormX og flottur sýningarsalur er staðsettur í Auðbrekku 6 í Kópavogi.

Nú hafa orðið ákveðnar vendingar hjá NormX því auk heitra potta og vara þeim tengdum þá hefur fyrirtækið hafið innflutning á Saunum frá Saunusell í Eistlandi, en fyrirtækið hefur starfað í framleiðslu í meira en 15 ár.

Heitu pottarnir alltaf í fyrsta sæti

Orri Stefánsson, sölu- og verslunarstjóri NormX var spurður af því hvort fyrirtækið væri að færa þungan yfir á saunur á kostnað heitu pottana? ,,Nei, við erum ekki að gera það, pottarnir verða nú sennilega alltaf í fyrsta sæti hjá okkur, enda hafa þeir reynst gríðarlega vel í gegnum árin, íslensk gæðaframleiðsla á frábæru verði.”

Hafa ákveðinn gæðstimpil

Hvernig kom það til að þið fóruð að flytja inn saunahús frá Eistlandi og af hverju varð Saunasell fyrir valinu? ,,Við vildum einfaldlega auka vöruúrvalið hjá okkur og fannst sauna koma þar sterklega til greina. Við komumst fyrst í samband við Saunasell síðastliðið haust á sýningu þar sem saunahús, heitir pottar, garðhús og ýmsar vörur í garðinn voru til sýnis. Þarna var mikill fjöldi fyrirtækja að bjóða upp á saunahús en okkur fannst vörur Saunasell bera af í gæðum og útliti ásamt því að fyrirtækið hefur verið starfandi í 15 ár sem er ákveðinn gæðastimpill,” segir Orri.

Fimm gerðir af saunahúsum

Og hafa viðskiptavinir val um saunuhús, er úrvalið gott hjá ykkur? ,,NormX býður upp á fimm gerðir af saunahúsum frá Saunasell sem hafa framleitt slík hús í fimmtán ár. Fyrst má nefna hefðbundnar tunnur, „square“ tunnur, sem eru rúmbetri en hefðbundnar tunnur. Patio er önnur tegund sem er með beinum línum og er mjög stílhrein. Þessi tegund fæst í mörgum gerðum. Svo má nefna Round Cube en þessi tegund hefur hlotið hin virtu Red Dot hönnunarverðlaun. Það sem helst einkennir þessa tegund eru ávalar línur og mjög flott hönnun. Primo er svo vandaðasta gerðin en í hana er notast við tvöfaldan thermo við.“

Orri býður upp á fimm gerðir af saunahúsum í verslun NormX í Auðbrekku, en saunaböð eru sögð hafa margvísleg og góð áhrif á líkamann, vöðva, liði og æðakerfi ásamt því að veita slökun og bæta svefn

Fólk að hugsa um líkamlegan ávinning af saunaböðum

En af hverju hefur áhugi Íslendinga á saunum aukist svona mikið og skyndilega – saunur eru ekki nýjar af nálinni – hvað hafa landsmenn uppgötvað? ,,Það er ekki gott að segja, kannski einhver tísku- bylgja eða fólk er að hugsa um líkamlegan ávinning af saunaböðum. Saunaböð eru sögð hafa margvísleg og góð áhrif á líkamann, vöðva, liði og æðakerfi ásamt því að veita slökun og bæta svefn. Þannig að ferð í sauna er ekki bara slökun heldur er ávinningur af hverri ferð fyrir líkama og sál.“

Bjóða upp á flest það sem þarf fyrir saununa

Og þú ertu með einhverja fylgihluti sem fylgja saunum? ,,Fyrst er sennilega að nefna sauna ofnana, en við mjög vandaða ofna í saunahúsin sem koma frá HUUM í Eistlandi, en sá framleiðandi hefur eins og Saunasell fengið viðurkenningar fyrir flotta hönnun og gæði. Svo bjóðum líka upp á flest það sem þarf fyrir saununa, fötur, ausur, hitamæla, ilmefni allt þetta týpíska sem tilheyrir ferð í sauna.”

NormX er með mjög vandaða ofna í saunahúsin sem koma frá HUUM í Eistlandi og hafa einnig fengið viðurkenningu fyrir flotta hönnun og gæði

Hægt að fá Saunuhúsin ósamsett eða samsett

Koma saunuhúsin tilbúin til kaupanda eða eru þau sett saman á pallinum hjá viðkomandi? ,,Það er í boði að fá saunahúsin samsett og send heim í garð. En einnig er í boði að fá þau send ósamsett, þá eru þau vel innpökkuð á bretti og allar upplýsingar um samsetningun fylgja að sjálfsögðu. Það er svolítið eins að setja saman vörur úr IKEA, tekur kannski svolítið lengri tíma, tveir menn eru kannski 1-2 daga að koma upp saunahúsi, fer svolítið eftir því hvað gerð er um að ræða.”

Pottarnir okkar verða alltaf númer eitt

Þið hafið þó ekki gleymt upprunanum með komu saunuhúsanna, sem er að framleiða heita potta. Þið eruð með fjölbreytt úrval af heitum pottum sem þið framleiðið sjálf. ,,Allir pottar frá NormX eru framleiddir úr griðarlega sterku gegnheilu Polyethylene plasti með UV-vörn sem kemur í veg fyrir að sólin hafi áhrif á lit þeirra. Auk þess er mjög auðvelt að þrífa þá,” segir Orri og bætir við: ,,Pottarnir okkar verða alltaf númer eitt, en við framleiðum þá í verksmiðju okkar í Vogum á Vatnsleysuströnd.”

Orri segir að pottarnir verða nú sennilega alltaf í fyrsta sæti hjá þeim þrátt fyrir að hann hafi tekið saunahús inn í verslun sína, enda hafa pottarnir reynst gríðarlega vel í gegnum árin, íslensk gæðaframleiðsla á frábæru verði

Gott verð og góð gæði – verðin ekkert hækkað frá sl. ári

Og þessir pottar hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin – hver er ástæðan? ,,Ég held að þar spili bæði gott verð og góð gæði. Ódýrasti potturinn okkar kostar 148.000 kr. en, Grettislaug sem er vinsælasti potturinn, kostar 285.000 kr. og tekur 1400 lítra. Þess má geta að verðin á pottunum hafa ekkert hækkað frá síðastliðnu ári.”

Selja rafmagnspotta frá Novitek í Finnlandi

Þið hafið einnig nýlega tekið inn rafmagnspotta frá finnska fyrirtækinu Novitek – eru þetta vandaðir pottar og hvort mælir þú nú frekar með ykkar framleiðslu- eða rafmagnspotti? ,,Já, við erum að hefja sölu á rafmagnspottum frá Novitek í Finnlandi. Þetta fyrirtæki hefur framleitt rafmagnspotta í fjölda ára. Pott-arnir þeirra eru mjög vandaðir í alla staði og gerðir til að þola erfiðustu aðstæður á norðurslóðum. Það er komin mjög góð reynsla á pottana víða um heim. Allir pottarnir sem við seljum frá Novitek koma með 6 kw hiturum, segir hann og heldur áfram: ,,Kostir rafmagnspotta eru helst þeir að þeir séu alltaf tilbúnir til notkunar. Þeir eru náttúrulega mjög góðir á köldum svæðum og þar sem skortur er á heitu vatni. Einnig er yfirleitt auðveldara að koma þeim fyrir og tengingar eru einfaldari. Þannig að rafmagnspottur getur verið góður kostur við ákveðnar aðstæður. Ég myndi samt persónulega frekar velja hitaveituskel ef ég hefði aðgang að heitu vatni,” segir hann.

Fjótandi hengirúm slegið í gegn

Svo má ekki gleyma aukahlutum fyrir heitu pottana í verslun ykkar að Auðbrekku – margt skemmtilegt í boði? ,,Já, við bjóðum upp á mikið úrval aukahluta og má þar t.d. nefna úrval af hitamælum, háfa í laufveiðar, bursta í þrifin, vatnsheld spil, klór og hreinsiefni. „Meðal vinsælla nýjunga í aukahlutum má nefna vönduð plastglös sem eru tilvalin við pottinn, á pallinn eða í útileguna eða sem tækifærisgjöf. Einnig hafa fljótandi „hengirúmin“ okkar slegið í gegn enda er frábær slökun að fljóta og njóta í þeim.“

Það er mikið framboð á fylgihlutum fyrir potta og saunur í NormX

Draumagarðurinn með heitum og köldum potti ásamt saunahúsi

Og er þetta hin heilaga þrenna, heitur og kaldur pottur og saunahús í garðinn? ,,Já, ég held að ég tali fyrir marga þegar ég segi að draumapallurinn/garðurinn er með heitum og köldum potti ásamt saunahúsi, það er sannkallaður sælureitur,” segir Orri að lokum og nú er bara að koma við hjá Orra og félögum í Auðbrekkunni og skoða úrvalið í sýningarsalnum.

Heitur og kaldur pottur
Meðal vinsælla nýjunga í aukahlutum má nefna vönduð plastglös sem eru tilvalin við pottinn, á pallinn eða í útileguna eða sem tækifærisgjöf

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar