24 starfsmenn heiðraðir hjá Kópavogsbæ fyrir 25 ára starf

24 starfsmenn voru heiðruð fyrir 25 ára starf hjá Kópavogsbæ við hátíðlega viðhöfn í Salnum.

Starfsfólkið átti það sameiginlegt að hafa náð aldarfjórðungi í starfi árið 2021 en sú venja hefur skapast hjá bænum að heiðra fólk í ársbyrjun, fyrir 25 ára starfsafmæli árið á undan.

Hópurinn var óvenjustór þetta árið og að mestu skipaður kennurum en árið 2021 voru 25 ár síðan starfsemi grunnskóla fór til sveitarfélaga og því náðu kennarar sem höfðu hafið störf hjá bænum árið 1996 aldurfjórðungsafmælinu á síðasta ári.

Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, ávarpaði gesti og rifjaði meðal annars upp hvernig bærinn var árið 1996 en þá höfðu íbúar ekki náð 19.000 manns og hverfin austan Reykjanesbrautar ekki risin.

Þessir hlutu viðurkenningu:

Hafdís Erla Baldvinsdóttir og Jón Magnússon, kennarar úr Álfhólsskóla.

Hrafnhildur Pálsdóttir, kennari í Hörðuvallaskóla.

Jódís Ólafsdóttir, Guðný Jónsdóttir og María M. Sigurðardóttir, kennarar í Kársnesskóla.

Svanborg Ísberg, Hauður Kristinsdóttir, Birna Vilhjálmsdóttir og Ragnar Helgi Róbertsson kennarar í Kópavogsskóla.

Sigríður G. Valdimarsdóttir, kennari í Lindaskóla.

Margrét Birna Sigurbjörnsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Skólahljómsveit Kópavogs.

Brynja Áslaug Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Emilía María Gunnarsdóttir, Jón Óttar Karlsson, Broddi Kristjánsson, Inga Sigurjónsdóttir, Ásta Björnsdóttir, Guðmunda Hrönn Guðlaugsdóttir og Sigríður Þórisdóttir, kennarar í Snælandsskóla.

Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, Hulda Katrín Ólafsdóttir, matráður í Gjábakka, Björn Hermannsson, flokkstjóri í Þjónustumiðstöð Kópavogs.

Forsíðumynd: Bæjarstjóri Kópavogs ásamt hópnum sem hlaut viðurkenningu fyrir 25 ára störf í þágu bæjarins. Á myndina vantar: Ástu Björnsdóttur, Guðmundu Hrönn Guðlaugsdóttur og Sigríði Þórisdóttur.

Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, ávarpar gesti

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar