Fengu silfurmerki Breiðabliks

Auka-aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks fór fram á dögunum þar sem fjallað var um ársreikning deildarinnar fyrir árið 2021.

Á fundinum voru einnig veitt þrenn silfurmerki Breiðabliks fyrir óeigingjarnt starf í þágu knattspyrnudeildar. Það voru þau Kristrún “Kitta” Daðadóttir, Valdimar Valdimarsson og Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir hlutu silfurmerkin og er knattspyrnudeild Breiðabliks afar þakklát fyrir þeirra frábærta framlag fyrir félagið.

Á meðfylgjandi mynd má sjá silfurmerkis-hafana ásamt fulltrúum frá aðalstjórn félagsins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar