Fasteignagjöld í Kópavogi lægri en í flestum öðrum sveitarfélögum

Fasteignagjöld í Kópavogi eru almennt lægri en í flestum öðrum sveitarfélögum landsins, en þetta kemur fram grein eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs, á fésbókinni, sem byggir á nýlegri skýrslu frá Byggðastofnun sem staðfestir þessa þróun. „Við höfum lækkað fasteignaskatta á hverju ári samhliða hækkandi fasteignaverði,“ segir Ásdís.

„Við höfum lækkað fasteignaskatta á hverju ári samhliða hækkandi fasteignaverði,“ segir Ásdís.

Hún bendir á að önnur sveitarfélög hafi fengið verulegar tekjur í kjölfar hækkandi fasteignamats, á meðan Kópavogur hafi tekið aðra stefnu.

Í skýrslu Byggðastofnunar kemur skýrt fram að „fasteignagjöld í Kópavogi eru langt undir leitnilínu,“ og sérstaklega er tekið fram að: „Undantekning á þessu eru öll matssvæðin í Kópavogi, sem eru langt undir aðhvarfslínunni þrátt fyrir að viðmiðunareignin hafi svipað hátt fasteignamat í þeim öllum.“

Á kjörtímabilinu hafa fasteignaskattar í Kópavogi lækkað á hverju ári, sem hefur skilað sér í raunverulegum ávinningi fyrir bæjarbúa. Ásdís segir þó að ekki hafi ríkt þverpólitísk sátt um þessa stefnu. „Meirihlutinn hefur verið sakaður um að fullnýta ekki skattstofna bæjarins svo dæmi séu tekin,“ skrifar hún og bætir við að mikilvægt sé að muna að „fjármagnið er sótt í launatekjur heimila.“

Hún leggur áherslu á virðingu fyrir fjármagni fólks og að litið sé á skattheimtu af varfærni: „Við verðum að bera virðingu fyrir því fjármagni sem fólk vinnur sér inn og mikilvægt að líta ekki á það sem sjálfsagðan hlut að sveitarfélög eða ríki taki sífellt stærri hlut til sín.“

Þá kemur einnig fram í skýrslu Byggðastofnunar að Kópavogsbúar greiða með lægstu sorpgjöldum á landinu, aðeins tvö sveitarfélög eru með lægri gjöld en Kópavogur.

,,Kópavogur hefur valið að forgangsraða í þágu bæjarbúa, með lægri gjöldum og hóflegri skattheimtu,“ segir Ásdís sem þykir sjálfsagt mjög jákvætt í augum margra heimila.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins