Ertu í 5.-10. bekk og lumar á skemmtilegri tónlistarhugmynd?

Kópavogsbær tekur þátt í Upptaktinum. Með Upptaktinum, Tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, er ungu fólki gefið tækifæri til að senda inn tónsmíð eða drög að henni og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi listnemenda og listamanna.

Upptakturinn er opinn ungmennum í 5. – 10. bekk. Ungmennin sem komast áfram taka þátt í tónlistarsmiðju með nemendum skapandi tónlistarmiðlunar við Listaháskóla Íslands, auk þess að vinna að útsetningum undir leiðsögn nemenda Tónsmíðadeildar. Afrakstur þeirrar vinnu má sjá og heyra á tónleikum Upptaktsins í Hörpu á opnunardegi Barnamenningarhátíðar sem verður að þessu sinni 5. apríl 2022.

Upptakturinn er á vegum Hörpu í samstarfi við Barnamenningarhátíð, Tónlistarborgina Reykjavík, RÚV og Listaháskóla Íslands en þetta er annað árið í röð sem Kópavogsbær tekur þátt.

Skilafrestur hugmynda er til og með 21. febrúar 2022 og skulu þær sendar á netfangið [email protected]. Nánari upplýsingar er að vinna á vefsíðunni https://www.harpa.is/upptakturinn.

Frá Upptaktstónleikum í Hörpu árið 2021. Frumflutningur á laginu Kóróna drepur eftir Þorbjörgu Gróu Eggertsdóttur í Kársnesskóla

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar