Eldri borgurum í Kópavogi boðið á tónleika

Eldri borgurum í Kópavogi er boðið á tónleikana Amor & Asninn í Salnum 6. janúar nk. með Erni Árnasyni og Jónasi Þóri þar sem þeir flytja lög Sigfúsar Halldórssonar. Frítt inn fyrir eldri borgara í Kópavogi en taka þarf frá miða á: salurinn.kopavogur.is

Lög Sigfúsar verða aldrei of oft sungin. Hver smellurinn á fætur öðrum úr smiðju hans hafa fest sig í sessi sem dægurlög sem bæði ungir sem gamlir þekkja og vekja með okkur góðar minningar sem gott er að orna sér við.

Þeir félagar Örn Árnason og Jónas Þórir segja bless við þréttándann og heilsa Sigfúsi Halldórssyni með léttri söngdagskrá með lögum Sigfúsar. Lög sem hvert mannsbarn á heldra róli þekkir og nýtur að syngja. Stiklað verður á stóru hjá Sigfúsi í tali og tónum og að sjálfsögðu munu allir syngja saman í lok dagskrárinnar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar