Ekki er á vísan að róa – fljóðljósin á Kópavogsvelli

Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar óskaði eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi flóðljós á Kópavogsvelli á síðasta fundi bæjarráðs. ,,Ljóst er að ljósin uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru af UEFA til lýsingar á leikjum í Evrópukeppni karla og kvenna í knattspyrnu. Á árinu 2021 lék meistaraflokkur karla sinn heimaleik í Evrópukeppni á Laugardalsvelli, en undanþága fékkst fyrir meistaraflokk kvenna til að leika sína heimaleiki á Kópavogsvelli. Vonir standa til að bæði karla og kvennalið Breiðabliks leiki í Evrópukeppnum á hverju ári næstu áratugina. Ekki er á vísan að róa að sækja alltaf um undanþágu og því mikilvægt að lýsingu á vellinum verði komið í ásættanlegt horf.”

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar