Eitt best geymda leyndarmál Kópavogs?

Kjöthúsið á Smiðjuvegi rekur sælkeraverslun þar sem hægt er að kaupa gómsætar steikur á grillið

Með hækkandi sól og hlýnandi veðri sækja grillarar landsins í sig veðrið. Yfirbreiðslur eru teknar teknar af grillunum og lykt af grilluðu góðgæti berst um hverfi bæjarins. Segja má að þarna sé komin einn af vorboðunum.

Það vita ekki allir að á Smiðjuvegi, nánar tiltekið í rauðri götu númer 24-26 er rótgróið fyrirtæki, Kjöthúsið, á sviði kjötvinnslu. Fyrirtækið fagnar 30 ára afmæli sínu á næsta ári en það hefur allan tímann starfað í Kópavogi þar af síðustu 23 árin á Smiðjuveginum. Hjá fyrirtækinu starfa 17 starfmenn og þar af eru 13 Kópavogsbúar. Eigandi og framkvæmdastjóri er Kristinn Jakobsson.

Kjöthúsið rekur kjötvinnslu og leggur áherslu á að sinna veitingahúsum, mötuneytum og verslunum. Fyritækið býður jöfnum höndum upp á nautakjöt, lambakjöt og svínakjöt sem og allar aðrar kjötvörur og leggur metnað sinn í að bjóða upp á gæðavöru frá innlendum framleiðendum.

Kjöthúsið á Smiðjuvegi rekur sælkeraverslun þar sem hægt er að kaupa gómsætar steikur á grillið

Kjöthúsið rekur einnig sælkeraverslun í húsnæði sínu (eitt besta geymda leyndarmál Kópavogs) þar sem Kópavogsbúar og nærsveitamenn geti ltið við og keypt sér gómsætar steikur á grillið ásamt meðlæti. Kristinn og reynslumiklir starfsmenn hans luma einnig á góðum ráðum um matseld og fleira sem henni viðkemur. Verslunin er opin virka daga frá 6-16 en til stendur að lengja opnunartímann með hækkandi sól. Áhugasamir viðskiptavinir geta fengið frekari upplýsingar á vefsíðu Kjöthússins, www.kjothusid.is eða á Facebook síðu fyrirtækisins.

Í gegnum árinu hefur það notið vinsælda að láta Kristinn og félaga útbúa grillpakka fyrir veislur, ættarmót og aðra mannfagnaði. Einungis þarf að tiltaka fjölda gesta og starfsmenn Kjöthússins galdra fram dýrindis steikur ásamt viðeigandi meðlæti.

Markaðsstofa Kópavogs hvetur Kópavogsbúa til þess að renna við í verslun Kjöthússins á Smiðjuveginum og kynna sér gott úrval af gómsætu kjöti sem tilvalið er að skella á grillið, pönnuna eða í ofninn. Kristinn og starfsfólk hans tekur vel á móti ykkur.

Eða eins og við hjá Markaðsstofunni gjarna segjum: Kópavogsbúar þurfa ekki alltaf að sækja vatnið yfir lækinn. Í bænum okkar er fjölbreyttara úrval þjónustu en okkur grunar.

Mynd: Kristinn Jakobsson eigandi og framkvæmdastjóri Kjöthússins, en Kiddi rekur einnig sælkeraverslun í húsnæði sína þar sem Kópavogsbúar og nærsveitamenn geti ltið við og keypt sér gómsætar steikur á grillið ásamt meðlæti.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar